Allir flokkar / Styrktartónleikar með Halla Reynis fyrir knattspyrnudeildina.

Halli Reynis heldur tónleika til styrktar knattspyrnudeild ÍR föstudagskvöldið 26. apríl í ÍR-heimilinu.
Halli er þessa dagana að senda frá sér nýjan geisladisk sem heitir Skuggar og er ferildiskur tónlistar-mannsins s.l. 20 ár. 1993 – 2013.
Halli ætlar að spila lög af disknum í bland við annað efni.

Allur ágóði rennur til knattspyrnudeildar ÍR sem stendur höllum fæti fjárhagslega og vonandi mæta sem flestir til að eiga saman skemmtilega samveru í heimili allra ÍRinga. Léttar veitingar verða til sölu og þar verður eitthvað fyrir alla. Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og er aðgangseyrir kr 2000.

Húsið opnar kl 20:00.

Miðar verða seldir á skrifstofu ÍR til kl 16:00 föstudaginn 26. apríl og fyrir tónleikana á staðnum.

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.