Allir flokkar / Styrktartónleikar með Halla Reynis fyrir knattspyrnudeildina.

Halli Reynis heldur tónleika til styrktar knattspyrnudeild ÍR föstudagskvöldið 26. apríl í ÍR-heimilinu.
Halli er þessa dagana að senda frá sér nýjan geisladisk sem heitir Skuggar og er ferildiskur tónlistar-mannsins s.l. 20 ár. 1993 – 2013.
Halli ætlar að spila lög af disknum í bland við annað efni.

Allur ágóði rennur til knattspyrnudeildar ÍR sem stendur höllum fæti fjárhagslega og vonandi mæta sem flestir til að eiga saman skemmtilega samveru í heimili allra ÍRinga. Léttar veitingar verða til sölu og þar verður eitthvað fyrir alla. Tónleikarnir hefjast kl 21:00 og er aðgangseyrir kr 2000.

Húsið opnar kl 20:00.

Miðar verða seldir á skrifstofu ÍR til kl 16:00 föstudaginn 26. apríl og fyrir tónleikana á staðnum.

Allir flokkar / Leikur í kvöld hjá meistaraflokki karla - Hvetjum alla til að kíkja á Hertz-völlinn kl 20:00 í kvöld.

Leikur í Lengjubikarnum í kvöld
Meistaraflokkur karla leikur í kvöld gegn Reyni kl. 20:00. Er þetta síðasti heimaleikurinn í keppninni. Velunnarar eru hvattir til að mæta fyrir leikinn í kaffi og spjall kl. 19:00. Tekið verður forskot á fyrirkomulag sumarsins með því að þjálfari liðsins Arnar Þór Valson verður með innlegg um nálgun liðsins í leiknum.

Allir flokkar / Fundarboð til foreldra sem sitja í foreldraráðum yngriflokka!

Til allra foreldraráða Knattspyrnudeildar ÍR!

Nýkörinn stjórn knattspyrnudeildar ÍR boðar fulltrúa foreldraráða til fundar fimmtudaginn 11.apríl kl. 20:00 í ÍR heimilinu.
Efni fundarins:
Fulltrúar stjórnar kynntir
Samráð og samstarf
Framtíð knattspyrnudeildar

Með von um góða mætingu
Stjórn Knd ÍR

Allir flokkar / Aðalfundur knattspyrnudeildar 2013

Aðalfundur Knattspyrnudeildar ÍR
Aðalfundur Knattspyrnudeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 20.mars nk. kl.20:30 í ÍR heimilinu Skógarseli 12.
Dagskrá:
1.   Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.   Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3.   Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir árið 2012.
4.   Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5.   Kosning formanns.
6.   Kosning annarra stjórnarmanna.
7.   Kosning fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund félagsins.
8.   Æfingargjöld ákveðin.
9.   Önnur mál.
Kveðja, Stjórnin.

4. - 3. flokkur karla / Æfingar í dag mánudaginn 4. febrúar verða með óbreyttu sniði.

Þrátt fyrir snjó mikla nótt, þá er ÍR-völlurinn í góðu lagi. Æfingar í dag verða því með óbreyttu sniði. Við viljum samt hvetja foreldra og forráðamenn um að klæða drengina vel. Minnum alla á að hafa góða húfu, hanska og vera í góðum sokkum undir takkaskónum.
Sjáumst í dag.

Með knattspyrnukveðjum
Dóri

4. - 3. flokkur karla / Jólanámskeið… ATH einungis 6 sæti eftir!

Hæ Hæ. Hér er smá fyrir þá sem geta ekki setið heima aðgerðalausir á milli jóla og nýárs.JÓLANÁMSKEIÐFótboltaakademía ÍR mun bjóða uppá 4 daga jólaknattspyrnunámskeið sem verður haldið í Sporthúsinu frá og með 27. desember - 30. desember 2012 fyrir ikendur í 6., 5., 4. og 3. flokki karla. Við vorum búnir að fá margar áskorannir að halda Jólaknattspyrnunámskeið í ár og því slógum við til með mjög stuttum fyrirvara. 6. og 5. flokkur karla æfa saman undir heitinu yngri en 4. og 3. flokkur undir heitinu eldri.

Markmið námskeiðsins er að gefa iðkendum knattspyrnudeildar ÍR kost á að undirbúa sig betur fyrir komandi sumar og fyrir framtíðina. Iðkendur drengjflokka sem eru 9-15 ára hafa kost á að sækja þetta námskeið. Hver tími stendur yfir í 75 mín og þar af 5. mín í teygjur.

ATH. takmarkaður fjöldi iðkenda kemst að á hvoru námskeiði. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Síðasta námskeið fylltist á einungis 3 dögum. Skráning rennur út sunnudaginn 23. desember. Þegar skráningu lýkur þá verður sent sms og vefpóstur um nánari upplýsingar.

Áhersluatriði verða fintu- (gabb), skot-, móttöku-, sendinga-, skalla- og snúningstækni ásamt ýmsum trixum.

Æfingar byrja fimmtudaginn 27. desember í Sporthúsinu í Kópavogi, en þar er frábær innanhúss gervigras aðstaða sem við munum fá afnot af. Á vefsíðu Sporthúsins er hægt að sjá vellina og aðstöðuna sem þeir bjóða uppá http://sporthusid.pano3d.eu/

Sporthúsið býður foreldri sem fylgir iðkanda að æfa án endurgjalds né skuldbindinga á meðan æfing FAIR stendur yfir. Foreldrar ættu því að geta slegið tvær flugur í einu höggi og byrjað að rækta líkamann á frábærum stað og nýta tímann á meðan barnið eykur getu sína í knattspyrnu. Ekki SLÆMT AÐ GETA LAGAÐ ÁSTANDIÐ STRAX EFTIR ALLAR JÓLAVEISLURNAR. Ef foreldri óskar eftir því að fá að fylgja iðkanda þá verður hann að senda mér sérstaka ósk um það á irknattspyrna@hotmail.com því Sporthúsið þarf að fá lista yfir viðkomandi forráðamenn.

Knattspyrnuskóli FAIR hlaut viðurkenningu frá U.E.F.A og fær því að nota grasrótarmerki U.E.F.A. Grasrótarmerki U.E.F.A er gæðastimpill og staðfestir það að FAIR standist allar þær kröfur sem KSÍ og U.E.F.A setja um uppeldi ungra knattspyrnumanna í knattspyrnuskólum. Viðurkenningin er veitt í eitt ár í senn og þarf því að endurnýja á hverju ári, en það er stefna FAIR að viðhalda henni um ókomna framtíð.

Þjálfarar verða: Halldór Þ. Halldórsson yfirþjálfari U.E.F.A. A. licence þjálfararéttindi, Nigel Quashi aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og fyrrum atvinnumaður, Halldór Hrannar Halldórsson KSÍ II og að auki munu aðrir þjálfarar aðstoða ef það verða einhver forföll hjá fasta þjálfurum. Gestaþjálfari (núverandi atvinnumaður mun koma á námskeiðið).

Þátttökugjald: 5.000 kr. Skráning verður inn á skráningarkerfi NÓRA inná www.ir.is ( sama skráningarkerfi og notað er til að greiða æfingargjöld knattspyrnudeildar.

Einnig er hægt að skrá í síma 891-6320 og á irknattspyrna@hotmail.com fyrir 23. desember eða á meðan pláss leyfir ef foreldrar/forráðamenn geta ekki greitt með greiðslukorti. Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag munu síðan verða sendar viðkomandi og þeir foreldar/forráðamenn sem kjósa að fá að greiða um mánaðarmótin geta óskað eftir því þegar tekið er við skráningu iðkanda á námskeiðið. Greiðsla eða ósk um greiða að gjaldið síðar, er staðfesting á þátttöku.

Æfingar verða :
01. Fimmtudagurinn 27. desember
kl. 9:30-10:45 Yngri
kl. 10:45-12:00 Eldri

02. Föstudagurinn 28. desember
kl. 9:00-10:15 Yngri
kl. 10:15-11:30 Eldri

03. Laugardagurinn 29. desember
kl. 13:00-14:10 Yngri * Ath einungis 70 mín.
kl. 14:10-15:20 Eldri * Ath einungis 70 mín.

04. Sunnudagurinn 30. desember
kl 9:30-11:00 Yngri
kl 11:00-12:30 Eldri

Allir flokkar / Jólafrí ;).

JÓLAFRÍ HJÁ KNATTSPYRNUDEILD ÍR

Kæru foreldrar/forráðamenn iðkenda.
Við hjá knattspyrnudeildinni viljum þakka foreldrum, forráðamönnum og iðkendum fyrir síðasta knattspyrnuár. Nú er hátíð ljós, friðar og Enskaboltans að hefjast og því verður síðasti æfingadagur yngriflokka næstkomandi miðvikudag 19. desember.  Æfingar hefjast aftur föstudaginn 5. janúar samkvæmt áætlun hjá öllum flokkum.
8. flokkur karla
Síðasta æfing fyrir jól – Sunnudagurinn 16. desember 2012.
Fyrsta æfing á nýju ári – Sunnudagurinn 6. janúar 2013
7. flokkur karla
Síðasta æfing fyrir jól – Mánudagurinn 17. desember 2012.
Fyrsta æfing á nýju ári – Sunnudagurinn 6. janúar 2013
6. flokkur karla
Síðasta æfing fyrir jól – Laugardagurinn 15. desember 2012.
Fyrsta æfing á nýju ári – Laugardagurinn 5. janúar 2013
5. flokkur karla
Síðasta æfing fyrir jól – Miðvikudagurinn 19. desember 2012.
Fyrsta æfing á nýju ári – Föstudagurinn 4. janúar 2013
4. flokkur karla
Síðasta æfing fyrir jól – Þriðjudagurinn 18. desember 2012.
Fyrsta æfing á nýju ári – Föstudagurinn 4. janúar 2013
3. flokkur karla
Síðasta æfing fyrir jól – Miðvikudagurinn 19. desember 2012.
Fyrsta æfing á nýju ári – Sunnudagurinn 6. janúar 2013

Allir flokkar / Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson verður haldinn næstkomandi sunnudag 25. nóvember kl 15:00.

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson verður haldinn næstkomandi sunnudag 25. nóvember kl 15:00.

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast sunnudaginn 25. nóvember 2012 í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson á Hertz-vellinum klukkan 15:00.

Hlynur, var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur þann 25. nóvember 2009 á æfingu hjá ÍR, en hann iðkaði bæði knattspyrnu hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri iðkendur og gegna ýmsum sjálfboða störfum innan félagsins.

Hann gerði ekki bara marga frábæra hluti í þágu félagsins heldur var hann einnig virkur í félagslífi og duglegur námsmaður.

Í sumar var haldið mót fyrir yngri flokka sem kallast Hlynsmót og er það orðið að árlegum viðburði. Mótið gekk frábærlega vel fyrir sig.

Frítt er inn á leikinn en fólki er frjálst að gefa framlag í minningarsjóð Hlyns.

Kt: 411209-0160

Banki: 0115-05-60550

Félögin hvetja sem flesta til þess að styrkja málefnið og um leið að sjá hörkuleik í Breiðholtinu næstkomandi sunnudag.

Foreldraskemmtun knattspyrnudeildar ÍR. 9. nóvember 2012.

Kæru foreldrar og velunnarar knattspyrnudeildar ÍR !!

Skemmtikvöld knattspyrnudeildarinnar verður haldið í ÍR heimilinu föstudagskvöldið 9. nóvember og hefst fjörið klukkan 20:00 og stendur yfir fram eftir nóttu.
– síðast var MIKIÐ fjör – þetta kvöld verður ekki síðra!!

Léttar veitingar verða til sölu
Happdrætti með frábærum vinningum,
Posi á staðnum
Enginn aðgangseyrir
Síðast en ekki síst þá ætlar þú ætlar að mæta ásamt öllum hinum!

Látið þennan viðburð ekki fram hjá ykkur fara
FÖSTUDAGURINN 9. NÓVEMBER KLUKKAN 20:00

VIÐ VILJUM HVETJA FORELDRA/FORRÁÐAMENN TIL AÐ DEILA ÞESSARI AUGLÝSINGU ÁFRAM OG HVETJA AÐRA FORELDRA TIL AÐ KOMA Á ÞENNAN FRÁBÆRA VIÐBURÐ. 
Kveðja
Nefndin.

Foreldrafundir yngriflokka karla…

FORELDRAFUNDIR KNATTSPYRNUDEILDAR

ÍÞRÓTTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Kæru foreldrar / forráðamenn.

Í næstu viku hefjast foreldrafundir yngiflokka karla hjá knattspyrnudeild Íþróttafélags Reykjavíkur.  Við hjá stjórn barna og unglingaráðs viljum hvetja alla foreldra/forráðamenn til að koma á fundina og kynna sér starfsemi flokksins fyrir komandi keppnistímabil. Á foreldrafundum fara þjálfarar flokksins yfir æfinga-, móta- og þjálfunaráætlun ársins.  Einnig er foreldrastarf flokksins kynnt og sjálfboðaliðar fengnir úr röðum foreldra til þess að styðja við bakið á þjálfara og sérstaklega við iðkendur.  Ef þið komist ómögulega á fundina þá eruð þið beðin um að setja ykkur í samband við þjálfaraflokksins og tilkynna forföll.  Fundir yngriflokka karla verða á eftirfarandi dögum og tímasetningum.

8. flokkur karla/kvenna  -  Miðvikudaginn 24. október kl 18:30 í ÍR-heimili.

7. flokkur karla  -  Miðvikudaginn 24. október kl 20:00 í ÍR-heimili.

6. flokkur karla  - Þriðjudaginn 30. október kl 18:30 í ÍR-heimili.

5. flokkur karla – Þriðjudaginn 30. október kl 20:00 í ÍR-heimili.

4. flokkur karla – Fimmtudaginn 1. nóvember kl 18:30 í ÍR-heimili.

3. flokkur karla – Fimmtudaginn 1. nóvember kl 20:00 í ÍR-heimili.